Erlendir kaupa ekki jarðir

Punktar

Hef árum saman fylgzt með kaupum og sölu á jörðum. Ekki tekið eftir ásókn útlendinga í jarðir. Sama segir sá fasteignasali, sem mest selur af jörðum, Magnús Leópoldsson. Tvær-þrjár jarðir á ári og fer ekki fjölgandi, segir hann. Kaupendur eru helzt Íslendingar í útlöndum og áhugamenn um íslenzka hestinn. Reglur um sölu jarða kunna að vera of vægar, en reynslan styður það ekki. Eins og ævinlega er Ögmundur Jónasson að fiska í gruggugu vatni, þegar hann málar hryllingsmynd af jarðakaupum útlendinga. Sérhæfður lýðskrumari í þjóðrembu reynir með lygasögum að bjarga sér yfir á nýjan stað í pólitík.