Erfiðasti lærisveinninn

Punktar

Fyrir nokkrum árum reyndi ég án árangurs að kenna Jakobi Grétari Bjarnasyni blaðamennsku. Hann var af öðrum meiði og lét sig ekki. Oft hefur Jakob átt í útistöðum við fórnardýr og nú hef ég lent í honum. Jakob er slúðurfræðingur Fréttablaðsins. Hann gefur í skyn í málgagninu, að ég sé engu betri en hann. Vonandi líður honum þá betur. Dregur upp mann, sem að sögn Jakobs segist vera þjóðkunnur. Sá virðist neita að hafa beinlínis slegizt í sundlauginni á Seltjarnarnesi. Aðeins sætt ákúrum ónafngreindrar konu. Ég hafði bloggað, að tveir þjóðkunnir karlar (af ca. 2000) hafi slegizt í lauginni. Varpaði þar með ekki grun á neinn.