Evrópusambandið setti í neyðarlögum fyrir viku skorður við innflutningi erfðabreytts fóðurs frá Bandaríkjunum í kjölfar þess, að fyrirtækið Syntegna flutti til Evrópu erfðabreyttan maís í stað leyfilegs maís. Líklegt er, að skorðurnar setji punkt aftan við innflutning fóðurs frá Bandaríkjunum til Evrópu. Bandaríkjastjórn mun líklega verða æf og kæra málið til Heimsviðskiptastofnunarinnar. Mál þetta hefur verið vatn á myllu þeirra, sem berjast gegn erfðabreyttum mat og fóðri, því að komið hefur í ljós, að eftirlit fyrirtækja og ríkis í Bandaríkjunum er slakt og Evrópa því berskjölduð.