Davíð getur ekki komið fram án þess að skandalísera. Á síðasta morgunfundi sagðist hann vita meira en aðrir um brezku hryðjuverkalögin gegn IceSave. Hvers vegna þeim var beitt gegn Íslandi. Hann gaf í skyn, að hann mundi segja frá vitneskju sinni, ef áfram væri þjarmað að sér. Dylgjur Davíðs sýna, að dómgreind hans er orðin skert. Þar á ofan túlkar Financial Times orð hans svo, að íslenzk mistök hafi framkallað aðgerðir Breta. Sú er nýja söguskýringin erlendis. Óforsjálar dylgjur Davíðs eru notaðar gegn Íslandi í ímyndarstríðinu við Bretland. Hann er og verður stjórnlaust gereyðingarvopn.