Enn pukrast Landsvirkjun

Punktar

Þótt þokunni í höfuðstöðvum Landsvirkjunar hafi slotað nokkuð við skipti á forstjórum, sést enn ekki milli veggja. Landsvirkjun undirritar jafnvel viljayfirlýsingu með Carbon Recycling um að reisa metanól-verksmiðju við Kröflu. Samt fæst ekki upplýst, hverjir eigi Carbon Recycling. Aðeins er vitað um stjórnarmenn þess. Eigendur geta þess vegna verið Björgólfur Thor eða Jón Ásgeir eða aðrir ástmegir þjóðarinnar. Margrét Tryggvadóttir alþingismaður hefur beðið um nöfnin, en ekki fengið. Gamla Ísland kúrir en í skúmaskotum Landsvirkjunar. En þetta er víst ekki talið koma okkur við.