Bandaríkin höfnuðu í gær tillögu alls heimsins um nýja Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. og tefla enn fram tillögu sinni gegn niðurstöðu allra annarra ríkja. Bandaríkin telja sig yfir hafin öll ríki heims samanlagt, svo mikill er hrokinn. Bandaríkin hafa líka lagt niður mannréttindi með því að saka hundruð manna holt og bolt um hryðjuverk og loka það inni árum saman án dóms og laga og án þess að nokkuð sannist í málum þeirra. Ekki er líklegt, að nýskipan nefndarinnar nái fram að ganga, því að Bandaríkin fresta greiðslum, ef þeim er eitthvað á móti skapi.