Enn eitt kraftaverkið

Punktar

Þótt Evrópusambandið sé frægt fyrir mikla skriffinnsku og eilíft þjark, hefur það unnið hvert kraftaverkið á fætur öðrum á liðnum árum. Í gær náðist samkomulag í stjórnlaganefnd þess um uppkast að fyrstu stjórnarskrá sambandsins. Fáir hefðu spáð slíku fyrir áratug, ekki frekar en þeir hefðu þá spáð að sambandið mundi að áratug liðnum eiga sinn eigin seðlabanka og sína eigin mynt, sem efldist með hverjum mánuði. Uppkast að stjórnarskrá Evrópusambandsins er enn eitt skref í átt til öflugrar og friðsamrar Evrópu framtíðarinnar, öruggu skjóli borgara álfunnar fyrir pólitískum jarðskjálftaöflum í þriðja heiminum og Bandaríkjunum. Í International Herald Tribune fjallar Heather Grabbe um fyrirhugaða stjórnarskrá Evrópu.