Engir terroristar hér

Punktar

Múslimavandi Íslendinga snýst ekki um öfgar terrorista. Snýst um, að hingað er komið hjartagott fólk, sem trúir ekki á miðlægustu gildi þjóðarinnar. Þarna eru karlrembur, sem vilja ráðskast með konur sínar, systur og dætur, sem hér eiga að hafa frelsi. Karlrembur, sem vilja taka réttlætið í sínar hendur, þótt ríkið hafi einkarétt á ofbeldi. Þarna eru bókstafstrúarmenn, sem viðurkenna hvorki vestrænt tjáningarfrelsi né vestræn mannréttindi og telja sharia í kóraninum duga. Sumt af þessu góða fólki sækir mosku, sem fjármögnuð var af trúarlegum forneðlum úr Sádi-Arabíu. Samanlagt er þetta hóflegur vandi, sem ekki verður leystur með ígildi gyðingaofsókna eða með að láta Styrmi njósna um bakgrunna.