Engir lukkuriddarar

Punktar

Jafnvel prófessorar í stjórnmálafræði virðast eiga erfitt með að skilja pírata. Virðast telja Machiavellisma ráða gerðum allra, því að það er pólitísk venja. Hvarf Helga Hrafns af þingi mun ekki veikja pírata. Hann vill heldur beina orku sinni að of veiku innra starfi pírata. Einnig mun áhugaleysi Birgittu á embætti ráðherra ekki veikja pírata. Hún vill heldur beina orku sinni að ónýtu innra starfi alþingis. Brottfall Jóns Þórs pírata af þingi veikti ekki pírata. Hann kemur aftur í haust, hokinn af reynslu af lífi fólks í malbikinu. Ekkert af þessu skilja fræðingarnir. Þeir ganga bara út frá lukkuriddurum stjórnmálanna.