Allur vindur er úr búsáhaldabyltingunni. Enginn mótmælir lengur, fer ekki einu sinni með bænarskrá til forsætis. Enginn mótmælti þingi Viðskiptaráðs í gær. Þar hefði verið upplagt að berja bumbur og hrópa “vanhæft viðskiptaráð” og “þið eruð fífl”. Ráðið hefur árum saman rekið áróður fyrir því rugli, sem hér varð að opinberri peningastefnu. Enginn mun nenna að berja bumbur og hrópa “vanhæfur Flokkur” og “þið eruð fífl” við landsfund Flokksins. Hann kom okkur í klandrið. Nýja stjórnin losaði okkur við Davíð, Geir og Jónas Fr. og setti upp leikrit um stjórnlagaþing. Það nægði búsáhaldabyltingunni.