Enginn heyrði neitt

Punktar

Útlendingar í röðum reyndu að segja valdhöfum landsins, að þeir væru að sigla þjóðinni til helvítis. Ráðherrar heyrðu ekki og rægðu útlendingana, sem skýrast töluðu. Bankastjórarnir heyrðu ekki og rægðu útlendingana, sem skýrast töluðu. Ritstjórarnir heyrðu ekki og rægðu útlendingana, sem skýrast töluðu. Ég minnist þess, að Robert Wade var almennt álitinn illa innrættur rugludallur. Hannes Hólmsteinn kallaði hann Blefken. Stafaði af, að hann segir valdhafa Íslands vera óhæfa. Hann hafði rétt fyrir sér. Ríkisstjórn, bankastjórar og ritstjórar hindruðu okkur í að átta okkur á orðum hans.