Enginn heimsendir verður, þótt þjóðaratkvæðagreiðsla verði um IceSave. Hún verður væntanlega síðar í vetur. Ef málið verður samþykkt, verður bara lítil töf á þíðu í ýmsum fjármálagerningum. Ef málið verður þar fellt, nálgast sú útkoma, að málið fari fyrir fjölþjóðlegan dómstól. Sá dómstóll verður án efa nær fjölþjóðlegum hefðum en kenningum margra Íslendinga um réttlæti málsins. Nú skiptir mestu, að stóru flokkarnir þrír taki saman höndum um að fá lögin samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Sá galli er þá á málinu, að flokkarnir þrír njóta minna fylgis hjá þjóðinni en á þingi. Á brattan er því að sækja.