Enginn er til í dansinn

Punktar

Samfylkingin hefur engan til að dansa við um Evrópu. Hún getur ekki sett neinum flokki stólinn fyrir dyrnar. Hún getur ekki sagt: Án Evrópu ekkert samstarf. Sjálfstæðisflokkurinn var eina vonin og hann hrökk aftur í sinn gamla gír andstöðu við Evrópusambandið. Dagur B. Eggertsson talar digurbarkalega á landsþingi, en engin innistæða er fyrir því. Samfylkingin getur ekki þröngvað Evrópu upp á einangrunarsinnaða þjóð. Fyrst þarf hún að sannfæra þjóðina um, að vit sé í Evrópu. Slíkt getur tekið mörg ár og líklega áratugi.