Engum venjulegum skuldsettum borgara verður stungið inn fyrr en Björgólfur Thor Björgólfsson hefur verið settur inn. Kerfið gerir ráð fyrir, að 1600 manns fari í skuldafangelsi. Aldrei verður pláss fyrir þá, en nú þegar er pláss fyrir Björgólf. Þegar almenningur verður gjaldþrota vegna bankaglæfra, virkar refsikerfið ekki lengur. Enda er gjaldþrot nægileg refsing venjulegs fólks fyrir blöndu af ábyrgðarleysi og aðvífandi hamförum. Ekki er bætandi refsingu ofan á. Krafan er einföld: Enginn verði settur inn vegna hrunsins nema hrun-greifarnir sjálfir. Þeir eru tuttugu og nóg pláss verður fyrir þá.