Engin siðbót í sýn

Punktar

Hér verður engin siðbót meðan þjóðin styður fjórflokkana. Þeir eru allir flokkar sérhagsmuna. Hafa áratugum saman stutt viðamikinn þjófnað þjóðartekna, einkum með hækkun í hafi. Fiskur, ál, ferðaþjónusta og innflutningur hækka í hafi á ýmsa vegu. Þannig eru yfir 100 milljarðar teknir úr landsframleiðslu án skatta og skipta. Þetta þýfi þarf ríkið að endurheimta. Og eiga þá fyrir ókeypis lúxus sjúkraþjónustu eins og á öðrum norðurlöndum, eiga fyrir borgaralaunum og smíði þúsunda smáíbúða fyrir ungt fólk. Um þetta er rifizt áratugum saman í hringekju fjórflokksins. Jafnvel í góðæri eins og nú, finnst fjórflokki ofurríkra óbærilegt að afturkalla þjófnaðinn og veita öllum góða ævi.