Engin sátt um samningaleið

Punktar

Engin sátt er um samningaleið við kvótagreifa. Björn Valur Gíslason er bara eitt dæmi af mörgum um klofning í jaðri vinstri grænna. Hann hefur ekkert fylgi í flokknum við sátt við kvótagreifa. Þeir hafa einfaldlega farið yfir strikið í frekju og yfirgangi. Þeir hafa klúðrað tækifærum til friðar. Sáttanefnd Jóns Bjarnasonar er dauð nefnd og niðurstaða hennar er furðulegt fyrirbæri úr fortíðinni, ekkert annað. Björn Valur Gíslason og Jón Bjarnason eru ekki þjóðin. Kvótagreifar munu reka sig á, að ekkert haldreipi er í ráðherranum. Þjóðin vill endurheimta auðlind sína og henni mun takast það.