Engin íslenzk gen

Punktar

Nicholas D. Kristof minnir í International Herald Tribune á ýmsar niðurstöður erfðavísinda nútímans um, að sundurgreining í kynþætti sé marklaus. Það séu ekki til nein ítölsk, indversk eða íslenzk gen. Munur erfðaeiginleika fólks er fjölbreyttari innan þjóða en milli þjóða. Allt fólk í heiminum er skylt, er ein stórfjölskylda. Maður í Hafnarfirði getur verið erfðafræðilega skyldari manni í Delhi en manni í Mosfellssveit. Kristof vitnar í ýmis vísindarit þessu til stuðnings.