Við búum í góðu þjóðfélagi, gölluðu en góðu. Við búum ekki í ríki, þar sem þjóðmenning er frosin, lítt skapandi og ófrjáls. Við búum ekki í ríki, þar sem lítið er um vísindi og uppfinningar. Við búum ekki í ríki, þar sem fólk brennir útlenda fána og eftirmyndir útlendinga. Við búum ekki við stjórn klerka. Við búum semsagt ekki í neinu af ríkjum Múhameðs spámanns. Við búum við arfleifð Voltaire og munum ekki sætta okkur við, að framandi sjónarmið neyði okkur út af þeirri braut. Við munum því ekki verða við óskum múslima um að biðjast afsökunar.