Undanfarnar vikur hef ég heyrt stjórnarsinna útmála, hversu hræðilegt sé að fá vinstri græna í ríkisstjórn. Eins og nokkur ríkisstjórn geti orðið verri en sú, sem nú hefur hrökklast frá. Stjórnarsinnar útmála fyrir mér, að erlendir fjárfestar óttist nýja ríkisstjórn. Ekki sá ég, að þeir væru hér í biðröðum hjá fráfarandi ríkisstjórn. Gleymið því ekki, að fráfarandi stjórn sló Íslandsmet í sukki og svínaríi. Falli hennar er líka fagnað erlendis. Þýðingarlaust er að blása upp grýlu út af tímabæru andláti hennar. Hún var martröð, sem nú er horfin. Allt nýtt er í sjálfu sér betra en hún var.