Engan kaupskap um IceSave

Punktar

Fulltrúi stjórnarandstöðunnar í IceSave-nefndinni segir samning vera nokkurn veginn á borðinu. En Lárus Blöndal segir líka, að ekki verði skrifað undir fyrr en pólitísk sátt sé um hann. Formenn stjórnarandstöðunnar viti alveg um stöðuna. Bezt er að hafa málið í hægum gír að sinni. Að minnsta kosti er óráð að kaupa samþykki Flokksins með því að fórna fyrningarleið kvóta. Væri pólitísk kaupsýsla að hætti reykfylltra bakherbergja. Betra er að bíða eftir auknum þrýstingi atvinnulífsins á Flokkinn. Atvinnulífið telur sig þurfa erlent lánsfé og lægri vexti, sem munu fást í kjölfar IceSave samnings.