Enga trúarskóla takk

Punktar

Opinberir aðilar ættu ekki að kosta trúarskóla eða sérhagsmunaskóla að neinu leyti. Þekki þó helzt kaþólska skólann í Landakoti, sem löngum var í fréttum af ýmsu ókristilegu. Efast um, að hið opinbera megi afhenda fræðsluskyldu sína aðilum á sviði trúarbragða. Í Evrópu eru menn að vakna upp við, að einstaka moskuskólar hafa verið uppsprettur terrorista. Skynsamlegra er, að ríki og bæir annist sjálfir menntun fremur en að henni sé útvistað til gróðafíkla eða ofsatrúarmanna. Við lifum í veraldlegu samfélagi. Þurfum sízt á því að halda, að skrítnir hagsmunir geri skóla að vettvangi fyrir annarlegan heilaþvott.