Endurtekið ofbeldi kvótagreifa

Punktar

Kvótagreifarnir tóku kjarasamninga Alþýðusambandsins í gíslingu til að varðveita þýfið. Nú taka þeir starfsfólk sitt í gíslingu í sama skyni. Hóta að segja upp starfsfólki, hlýði stjórnvöld þeim ekki. Kvótagreifar hafa lengi og oft farið yfir strikið. Nú er komið að þjóðinni að segja: Stopp. Kvótagreifarnir stálu auðlind þjóðarinnar og seldu hana hver öðrum. Þeir veðsettu hana þar á ofan til að fjármagna fjárflótta til Tortola og í aðra eyðslu. Þeir eiga ekkert inni hjá þjóðinni. Við þurfum að reka þá af höndum okkar. Bindum kvótann við byggðirnar og bjóðum hann út til hæstbjóðandi.