Stóriðja endurskoðunar undirritaði 300 ársreikninga bólufyrirtækja fram í hrunið án þess að gera eina athugasemd. KPMG, Deloitte og PWC áttu hrunið eins og það lagði sig. Skrifuðu undir reikninga hjá röðum fjárhagslega tengdra fyrirtækja. Voru um leið ráðgjafar í bókhaldsfölsun og vottuðu sig sjálf. Vissu samt, að þetta var allt ein risavaxin blaðra. Í Bandaríkjunum væri búið að leggja niður þessi fyrirtæki og stinga endurskoðendum þeirra í steininn. Samanber Enron og Andersen. Hér er hins vegar gerviríki, risarnir þrír eru enn á fullu. Forstjórarnir tjá sig meira að segja í fjölmiðlum.