Endurskilgreind fjölmenning

Punktar

Í Evrópu er vaxandi fylgi við pólitíkusa, sem fiska í gruggugu vatni haturs á múslimum. Framsókn reri á sömu mið í kosningunum í fyrra og uppskar óvænt tvo borgarfulltrúa. Hervirki öfgamúslima í París felur í sér stórt skref í þessa átt. Búast má við auknu fylgi múslimahatara næstu árin, ef miðlægir pólitíkusar og flokkar þeirra taka ekki á málinu. Skilgreina þarf fjölmenningu upp á nýtt með hliðsjón af spakmælinu: „Í Róm lifirðu eins og Rómverji.“ Heimafólki má ekki finnast, að verið sé að troða fjarlægum hugmyndum upp á sig. Aðlögun að siðum og reglum dvalarlands þarf að verða meginþáttur í fjölmenningarstefnu.