Endurreisn háð uppgjöri

Punktar

Hér varð algert bankahrun og í kjölfarið skuldsetning ríkisins upp í rjáfur. Þetta var ekki angi af erlendri kreppu, heldur séríslenzkt fyrirbæri. Bófar höfðu tekið völd í fjármálum og stjórnmálum. Sumpart lenti þetta á erlendum kröfuhöfum og sumpart á þjóðinni, ýmist sem skattgreiðendum, sem notendum velferðar eða sem skuldurum húsnæðislána. Uppgjör við bófa hrunsins er hluti af endurreisninni. Uppgjör við Davíð og Geir, bankabófa, útrásarbófa, einnig lagatækna, hagtækna og bókhaldstækna. Við þurfum að stinga inn tugum manna. Meðvirkur almenningur ber líka sök, en litla sök, miðað við gráðugu bófana.