Ég hef litla samúð með Stöð 2. Hún hafði kryddsíld í boði Rio Tinto. Bauð þangað sjálftökuliði og eftirlaunafræðingum stjórnmálanna. Allir hafa þeir hundrað sinnum sagt það, sem þeir hafa að segja. Enn ein uppstilling þessa fánýta liðs þjónar engum lýðræðislegum tilgangi. Nokkrir borgarar tóku sig saman um að stöðva útsendinguna. Það tókst. Umræða í samfélaginu gerist ekki í neinni kryddsíld. Hún er á torgunum og í blogginu. Eftir áramótin á staða sjálftökuliðsins eftir að þyngjast enn frekar. Fólk er gáttað á forstokkun pólitíkusanna. Kryddsíldin varð yndislega endaslepp í dag. Í boði Rio Tinto.