Endalaus einokun

Punktar

Einokun og hringamyndun er ekki ný á Íslandi, þótt meira sé talað um hana en nokkru sinni fyrr. Alltaf eru það sömu, gömlu kolkrabbafyrirtækin, sem stjórna henni. Olíufélögin lækka sig, þegar Atlantsolía kemur inn á markaðinn og hækka sig strax aftur, þegar nýja félagið er búið með benzínið. … Þannig hefur það alltaf verið. Þegar lággjaldafélög koma í millilandaflug, lækkar gamla einokunin sig á þeim leiðum, en ekki öðrum. Þegar lággjaldafélögin gefast upp, hækkar einokunin sig upp í gamla okrið. Þannig var þetta í grænmeti og bílatryggingum, vöruflutningum og innanlandsflugi. … Ráðherrar helmingafélags kolkrabbans og smokkfisksins hafa aldrei sýnt neinar áhyggjur af einokun og okri …