Óskar Bergsson elskar verktaka eins mikið og Ólafur E. Magnússon elskaði gömul hús. Eftir skeið húsafriðunar Sjálfstæðisflokksins hefst því skeið verktakaástar flokksins í Reykjavík. Óskar elskar virkjanir eins mikið og Ólafur var í nöp við þær. Eftir skeið virkjanafrosts hefst því taumlaust virkjanaskeið Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur nefnilega ekki skoðun á neinu. Með Ólafi studdi hann húsafriðun og frestaði virkjunum. Með Óskari styður hann verktaka og virkjanir. Flokkurinn snýst ekki um málefni. Hann er bara tæki til að ná völdum og halda þeim. Með Ólafi eða Óskari.
