Skattgreiðendur eiga ekki að borga sparendum hluta af horfinni inneign þeirra. Skattgreiðendur gerðu sparendum ekki neitt. Það voru bankarnir, sem stálu peningunum. Ginntu sparendur til að varðveita peninga í vafasömum peningamarkaðssjóðum. Til að lána eigendum bankanna. Það er mál milli banka og innistæðueigenda. Ríkið hefur þegar niðurgreitt tjónið með því að gefa bönkunum hundruð milljóna króna til þess. Á kostnað skattgreiðenda, það er barna okkar og barnabarna. Svívirðilegt athæfi ríkisstjórnarinnar sýnir, að hjarta hennar slær með fjármagninu, ekki með börnum og barnabörnum okkar.