Eldgosið í Santorini

Punktar

William J. Broad fjallar í International Herald Tribune um nýjar rannsóknir, sem styðja kenningar um, að eldgosið, sem sprengdi eyjuna Þiru, öðru nafni Santorini, í loft upp 1645 árum fyrir okkar tímatal, hafi valdið hruni mínoskrar menningar á Krít. Rannsóknir á þessu efni hafa alltaf þótt spennandi vegna rómantískrar þjóðsögu um Atlantis, sem sökk í sæ. Nýju rannsóknirnar benda til, að gosið hafi verið öflugra en áður var talið, margfalt öflugra en Krakatá, hafi valdið 15 metra hárri fljóðbylgju og allt að þriggja metra öskulagi á Krít og haft margra áratuga áhrif á landbúnað víðs vegar um Miðjarðarhaf.