Ekki verri en aðrir

Punktar

“Ég er ekki verri en hver annar.” Þetta gætu verið pólitísk einkunnarorð Árna Mathiesen fjármálaráðherra. Hann ver afskipti sín af Grímseyjarferju með því að segja millifærslur fjárveitinga vera algengar. Ríkisendurskoðun telur þær hins vegar siðlausar. Þetta er sami ráðherra og gaf Landsvirkjun vatnsréttindi í Þjórsá í skjóli myrkurs þremur dögum fyrir kosningar. Með stuðningi formanns og varaformanns Framsóknar. Þá auglýstu ráðherrar gerðir sínar á daginn til að berja sér á brjóst. En þögðu yfir þessari ráðstöfun. Skyldi gagnast Árna lengi að segjast ekki vera verri en hver annar krimmi?