Alan L. Isenberg telur í International Herald Tribune, að ekki taki því fyrir Evrópu að bíða eftir stjórnarskiptum í Bandaríkjunum í von um, að tiltölulega kurteisir demókratar komist til valda að nýju. Hann telur, að hugsanleg ríkisstjórn demókrata verði að vísu ekki eins ruddaleg í umgengni við útlönd og ríkisstjórn Bush hefur verið, en efnislega muni hún halda áfram einstefnu í utanríkismálum. Skynsamlegra sé fyrir Evrópuríki og Evrópusambandið að gera ráð fyrir, að hin nýja valdbeitingarstefna Bandaríkjanna sé komin til að vera, og miða viðbrögð sín við það.