Ekki sonurinn heldur faðirinn

Punktar

Mér er sagt, að það sé ekki sonurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, heldur faðirinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sem sé formaður bankaráðs Glitnis. Faðirinn er talinn vammlítill sómamaður, en sonurinn brokkgengur. Mér léttir að heyra, að faðirinn er í bankaráðinu, en ekki sonurinn. Heilagur andi var ekki yfir mér, þegar ég ruglaðist á feðgunum.