Ekki selja okkur í þrældóm

Punktar

Ríkisstjórnin verður að segja okkur, hvað hún er að gera. Geir Haarde þarf að segja frá samningum, sem verið er að gera við erlendar ríkisstjórnir og stofnanir. Við þurfum að vita, hvort þetta séu nýir Versalasamningar, eins og sá, sem gerði Þýzkaland gjaldþrota 1919. Hann var upphaf ólýsanlegra hörmunga, sem leiddu af sér Hitler og síðari heimsstyrjöldina. Geir og Björgvin og Árni mega ekki selja þjóðina í þrældóm. Frekar verða þeir að rjúfa gerða samninga. Skítt veri með Evrópska efnahagssvæðið og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Það eru bara krimmar. Vísið rukkurum á Gordon Brown.