Í fyrra var Hermann Guðmundsson valinn Markaðsmaður ársins. Nú er fyrirtæki hans, N1, komið á hausinn. Í millitíðinni vildi Hermann sýna bókaútgefendum, hvernig ætti að gefa út bækur. Sat uppi með óselt upplag og reiða höfunda. Hermann er einn af sjálfsöruggu ævintýramönnunum, sem bankastjórarnir dýrka umfram alla aðra. Ausið var peningum í hann til að éta samkeppnina. Keypti á yfirverði alls konar fyrirtæki, smurstöðvar, varahlutaverzlanir og sjoppur. Skuldsetti N1 upp fyrir haus. Nákvæmlega eins og fyrir hrun. Þeir, sem stýra bönkum og fyrirtækjum núna, eru ekki með öllum mjalla. Ekkert síður en þá.