Ekki kúguð til góðra verka.

Greinar

Eðlilegt er, að ríkisstjórnum leiðist að vera sendisveinn deiluaðila í kjarasamningum. Löggjafarvaldið á að vera í höndum alþingis og framkvæmdavaldið í höndum ríkisstjórnar. Þessir aðilar vilja því ógjarna láta samtök launþega og vinnuveitenda segja sér fyrir verkum á sínum valdsviðum.

Þau eru líka mörg mistðkin, sem ríkisstjórnir hafa gert á liðnum árum, þegar þær voru að greiða fyrir lausn kjarasamninga. Hvað eftir annað hefur komið til kasta ríkisstjórna að eiga á síðustu stundu þátt í lausn kjaradeilna, venjulega með því að fjármagna einhver atriói, sem launþegar hafa viljað fá, en vinnuveitendur ekki viljað láta af hendi. Þetta hefur síðan kostað aukna skattheimtu og stærra ríkisbákn.

Í þetta sinn stendur veik ríkisstjórn í þeirri stððu að geta þótzt vera sterk. Forsætisráðherra veit, að launþegar eru ákaflega vanbúnir verkfalli. Hann veit, að almennum launþegum kom verkfallið á óvart Og að þeir bölva því í sand og ðsku. Hann veit, að samtök launþega eru ekki í aðstöðu til að gera miklar kröfur og að þau endast ekki til að halda úti löngu verkfalli.

Vegna þessara ástæðna einna getur ríkisstjórnin neitað að taka þátt í spilinu og neitað að láta kúga sig til hliðarráðstafana. Hún þarf ekki að falla í gryfju þá, sem aðrar ríkisstjórnir hafa fallið í. Þetta er sennilega skýringin á því, að ríkisstjórnin hefur nærri alveg haldið að sér hóndum í samningaviðræðunum og verkfallinu.

En málið er ekki svona einfalt. Samtök vinnumarkaðsins hafa að þessu sinni ekki krafizt neinna fjárútláta ríkisins. Þau hafa þvert á móti krafizt sparnaðar ríkisins, samdráttar í ríkisrekstri og opinberum framkvæmdum. Þau hafa áttað sig á, að slíkur sparnaður veldur því, að stærri hluti þjóðarteknanna verður afgangs til að bæta lífskjör almennings og greiðslugetu atvinnuveganna.

Samtök launþega og vinnuveitenda hafa fyrir löngu sett fram sameiginlegar óskir um aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessum sviðum. Þessar tillögur voru ákaflega skynsamlegar og ekkert skyldar þeim kröfum, sem áður hefur tíðkazt að gera á hendur ríkisstjórnum. Hingað til hefur ríkisstjórnin algerlega daufheyrzt við þessum óskum Og heldur áfram villtri óstjórn sinni á fjármálum ríkisins.

Það kann að vera rétt hjá ríkisstjórninni, að hún hafi styrk til að láta ekki kúga sig til hliðarráðstafana til að greiða fyrir lausn verkfallsins. En sé um slíkan styrk að ræða, er hann greinilega notaður til að láta ekki kúga sig til góðra verka. Og sú ríkisstjórn er ekki sterk, sem neitar að taka tillit til skynsamlegra tillagna og fer sínu fram í blindni.

Sé leitað skýringar á því, hvers vegna samningaviðræður, sem fóru vel af stað, hafa nú leiðzt út í allsherjarverkfall, er eðlilegast að vitna í orð Björns Jónssonar, forseta Alþýðusambandsins, en hann sagði réttilega í fyrradag: “Það er ekki sízt ríkisstjórnin, sem hefur brugðizt.”

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið