Ekki Framsókn að kenna

Punktar

Framsóknarflokkurinn olli ekki hruninu, ekki frekar en Vinstri grænir eða Frjálslyndir. Hins vegar tók flokkurinn þátt í að búa til aðstæður kreppu. Í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum tók Framsókn trú á nýfrjálshyggju í peningamálum. Fyrir tilverknað Halldórs Ásgrímssonar, sem trúði blint á Davíð Oddsson. Og datt síðan blessunarlega úr pólitíkinni. Annars staðar liggur sök þess, að venjuleg kreppa vestræn varð að hruni á Íslandi: Óvenjulega hrokafull ríkisstjórn Sjálfstæðis og Samfylkingar trúði á Davíð og nýfrjálshyggju. Þótt mánuðum saman væri reynt að koma vitinu fyrir hana.