Við höfum fengið “shock-treatment” og þurfum ekki annað. Allt hlutafé í fjármálafyrirtækjum er horfið. Við höfum tilneydd undirgengizt þá meðferð. Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðurinn þarf ekki að koma með neina meðferð til viðbótar. Hann er skipaður ofsatrúarmönnum, sem hafa ekkert lagazt, þrátt fyrir illt umtal. Þótt heimur frjálshyggjunnar hafi hrunið. Ekki frekar en lúterska mundi sannfæra páfann. Aldrei verður ofsagt, að ríkisstjórnin þarf að fara rosalega varlega í að þiggja skilyrði af svona ofsatrúarhópi. Þetta er söfnuðurinn, er vildi taka frá okkur Íbúðalánasjóð, núverandi hornstein.