Ekki er spurt um þjóðfundinn

Punktar

Könnun DV á viðhorfum frambjóðenda er ágæt. Skemmtilegast er að bera sín viðhorf saman við viðhorf þeirra. Mér finnst þó vanta nokkrar spurningar til að gefa betri mynd. Lakast er þó, að ekki er nein spurning um viðhorf til þjóðfundarins. Slík spurning hefði átt að vega jafnt við allar hinar spurningarnar samanlagðar. Mestu máli skiptir, hvort fólk vill hlýða þjóðfundi eða er með aðrar meiningar. Hlutverk stjórnlagaþings er meira fólgið í að orða stjórnarskrána heldur en að finna upp á henni. Byði DV þessa spurningu með 50% vægi, kæmi í ljós, að frambjóðendur eru 95% sammála.