Ekki borga eina krónu

Punktar

Ríkið má ekki borga krónu í sparisjóði, hvað þá tugi milljarða. Hefur raunar ekki heimild til þess samkvæmt fjárlögum. Ríkið má ekki borga krónu í aðra sjóði, hvað þá Byggðastofnun, sem eyðir bara peningunum í rugl. Hefur ekki heimild til þess samkvæmt fjárlögum. Ríkið má ekki heldur borga krónu í Sjóvá eða önnur tryggingafélög. Þau eru líka fjármálastofnanir. Hefur ekki heimild til þess samkvæmt fjárlögum. Það er sjúkleg hagstefna að standa á bremsunum gagnvart almenningi. Og grýta á sama tíma milljörðum og tugum milljarða í fjármálastofnanir. Þær eiga bara að rúlla eins og almenningur.