Við heyrum mikið um fjöldamorð og nauðganir í Súdan. Það stafar af, að þar eru múslimar að misþyrma kristnu fólki. Við heyrum minna um fjöldamorð og nauðganir annars staðar í Afríku. Samt eru blóðugar borgarastyrjaldir í flestum löndum milli Sahara og Suður-Afríku. Völdin girnast herstjórar með stuðningi vestrænna risafyrirtækja hnattvæðingar. Og harðstjórar verjast með stuðningi annarra slíkra fyrirtækja. Allt frá blóðbaðinu í Rúanda hefur eymd Mið-Afríku einkum stafað af græðgi og mútum og yfirgangi vestrænna fyrirtækja. Þau vilja komast yfir demanta og sjaldgæfa málma álfunnar.