Þriðja heims stórveldið Brasilía hefur kastað út Microsoft. Ríkið kaupir ekki lengur dýru verði læstan hugbúnað frá risanum, heldur notar Linux, ókeypis hugbúnað með opinni forritun. Áður höfðu nokkur Evrópuríki fetað inn á þá braut að losna undan haustaki Microsoft, sem meðal annars ræður ríkjum á Íslandi að undirlagi kerfisfræðinga, sem vilja að nóg vinna sé við að henda út tölvuveirum og koma tölvum aftur í nothæft ástand. Brasilíska ríkið telur sig græða rúma sjö milljarða króna á ári með því að hafna Microsoft. Linux-hringurinn er byrjaður að þrengjast um Bill Gates.