Ekkert málþóf – allt frosið

Punktar

Þingstörf eru meira eða minna frosin. Ekki vegna málþófs stjórnarandstöðu. Vegna fjarvista stjórnarþingmanna þarf að fresta atkvæðagreiðslu um mál, sem eru komin úr umræðu. Í nefndum flækjast mál, sem stjórnarþingmenn eru ekki sammála um, svo sem tíu ára búvörusamningur. Tvö húsnæðismál, sem stjórnin sagði skipta miklu máli, eru ekki einu sinni komin til alþingis. Þessa dagana er Alþingi bara að drepa tímann. Frambjóðendur í prófkjörum eru byrjaðir að slást um atkvæðin. Stjórnarflokkarnir eru byrjaðir að skerpa á sérstöðu sinni í umdeildum málum og Eygló ráðherra farin að afneita málum ríkisstjórnarinnar.