Brezk rannsókn, sem staðið hefur í þrjú ár, leiddi í ljós, að gemsar eru orðnir svo ómissandi þáttur í lífi margra, að þeir fara á taugum, ef þeir týna gemsanum. 46% manna telja sig ekki geta lifað án gemsans. Í rannsókninni er fólki skipt í þrjá flokka. Einn skipa þau, sem eru í tilfinningasambandi við gemsann og líta á hann sem hluta af eigin sjálfi. Annan skipa þau, sem enn muna, hvernig lífið gekk fyrir sig fyrir daga gemsans og líta á hann sem framlengingu á eigin sjálfi, fremur en sem hluta af því. Þriðja hópinn skipa þau, sem líta á gemsann sem nytsamleg tæki. Þessi síðasti hópur sendir ekki skilaboð með símanum. Frá þessu segir í fréttum BBC.
