Ekkert fæðuöryggi er hér

Punktar

Fæðuöryggi Íslendinga er núll. Landbúnaður veitir okkur enga vernd. Stöðvist siglingar til landsins, kemur engin olía á vélar og tæki landbúnaðarins. Dráttarvélar stöðvast eins og önnur tæki. Marklaust er að tala um landbúnað sem nauðsyn vegna fæðuöryggis. Hann er háður erlendu hráefni og erlendri tækni. Alveg eins og sjávarútvegur. Þar á ofan eiga bæði landbúnaður og sjávarútvegur allt undir því, að útlönd leyfi innflutning héðan. Samt ríkja viðhorf einangrunar í báðum atvinnuvegum. Landbúnaðurinn bannar innflutning búvöru og báðar greinarnar hafa megna óbeit á samstarfi í Evrópusambandinu.