Lengi hef ég talið hestana eiga að ganga og hlaupa, en ég ætti að sitja sem fastast. Þetta er einföld verkaskipting. Læknir rauf þægindin, sendi mig ofþyngdar vegna í Hveragerði. Þar lærði ég að borða ekki utan máltíða og fá mér ekki aftur á diskinn. Einnig að verða daglega örmagna í þar gerðu tæki. Eftir heimkomu hélzt þetta áfram. Þannig hef ég rýrnað um 22 kíló á fimm mánuðum. Eitt kíló á viku og rýrna enn. Mér skilst, að ég þurfi að vera í ströngum lífsstíl um ókomna tíð. Framtíðin leiðir í ljós, hvort ég get sætt honum til langs tíma. Rannsóknir sýna, að flestir bæta öllu við sig aftur.