Eitt er ljós í myrkrinu

Punktar

Heimurinn er fullur af græðgi og vonzku. Samt er þó eitt skært ljós í myrkri nútímans og það heitir Evrópusambandið. Þaðan kemur röð af lögum or reglum, sem vernda mannkynið og tilveru þess. Lög um náttúruna, um neytendur, um mannréttindi. Hvarvetna reynir Evrópusambandið að gæta lítilmagnans, allt frá Palestínu til Súdans. Meðan stéttaskipting magnast í Bandaríkjunum ríkir almenn velmegun lágstétta í Vestur-Evrópu. Evrópusambandið lyfti fátækum þjóðum Miðjarðarhafsins til bjargálna og mun gera það sama í Austur-Evrópu. Með sönnu kraftaverki hefur það bundið enda á hin hefðbundnu stríð í Evrópu.