Eitrað fyrir Palestínu

Punktar

Amnesty hefur kvartað við Ísraelsstjórn um, að ísraelskir landnemar í Palestínu hafi dreift eitri, einkum rottueitri, í akra heimamanna, svo að setja hefur þurft kvikfé í sóttkví. Amnesty segir, að þetta séu skipulegar aðgerðir til að grafa undan lifibrauði bænda í Palestínu. Þrátt fyrir ábendingar hafi yfirvöld Ísraels ekki gert neina tilraun til að kanna málið. Svæðin eru einkum Tuwani, Faggara og Kharruba, sem lúta hernámi Ísraels. Í fyrra kom einnig í ljós, að herskáir landnemar Gyðingar fleygðu eitri í vatnsból Palestínumanna. Frá þessu segir í fréttum BBC.