Einum er fyrirgefið

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn birtir kratastefnu fyrir kosningar og kratískan sáttmála eftir kosningar. Hvorugt plaggið hefur hið minnsta raungildi. Gerðir ráðherra bófaflokksins snúast um allt annað, skattalækkanir á auðgreifana. Þetta misræmi fellur tæplega 30% þjóðarinnar í geð. Kjósa flokkinn gegn eigin hagsmunum sínum. Björt framtíð og Viðreisn birta líka kratisma í plöggum sínum og taka síðan ekki mark á honum eftir kosningar. En þeim er ekki fyrirgefið eins og bófaflokknum. Eru komnir niður fyrir 5% lágmarkið til að fá þingmann. Sjálfstæðisflokkurinn er bófaflokkurinn, hvers kjósendur láta sig einu gilda, hvort gerðir stangist á við orð.