Eftir einn eða tvo áratugi verða mörg störf úrelt eða minna mannaflafrek en þau eru. Gervigreindartölvur taka yfir margvísleg störf eins og akstur og afgreiðslu. Á öðrum póstum tekur gervigreind yfir mikið af tímafrekri þolinmæðisvinnu. Til dæmis færist blaðamennska mikið frá skrifborðum yfir á vettvang. Staðreyndavaktir raða fréttauppsprettum, fjölmiðlum og höfundum eftir áreiðanleika. Breyta fréttum í ljósi sínýrra upplýsinga. Þá verður ekkert pláss fyrir Sigmunda Davíða eða Vigdísir Hauksdætur. Rannsóknir verða fljótari og ódýrari. Krossleit að leyndu samhengi í excel töflum lekinna Panamaskjala gerist eins og hendi sé veifað.